Salur

Salurinn í skátaheimili Skjöldunga.

Salurinn

Salurinn í skátaheimili Skjöldunga er tilvalinn fyrir fundi, námskeið, veislur og aðra viðburði. Hann rúmar allt að 50 manns og er vel útbúinn með borðum, stólum og tækjabúnaði eftir þörfum. Salurinn er einnig með aðgangi að baðherbergi og eldhúsi þar sem hægt er að undirbúa veitingar.

Restin af skátaheimilinu er einnig í boði fyrir helgarleigjendur, þar á meðal svefnpláss ef þess þarf. Hafa þarf þó í huga að húsnæðið er skátaheimili og í herbergjum eru því oft hlutir eða efni sem tengjast verkefnum skátanna.

Verðskrá

Dagleiga: 25.000kr.

Dagleiga fyrir skáta: 15.000kr.

Helgarleiga: 40.000kr.

Helgarleiga fyrir skáta eða annað æskulýðsstarf: 30.000kr.

Notkunarskilmálar

Búist er við að leigjandi skilji salinn eftir í sama ástandi og hann var við komu. Ef það þarf að þrífa eða taka til eftir viðburðinn er kostnaður við það á ábyrgð leigjanda.

Er salurinn laus?

Fyrirspurnir um salinn má senda á starfsmann, skjoldungar@skjoldungar.is eða í síma 821 6802.