Kútur

Skátaskáli Skjöldunga á Hellisheiði.

Um skálann

Kútur er skátaskáli Skjöldunga staðsettur á Hellisheiði. Skálinn er tilvalinn fyrir skátaflokka en þar er svefnpláss fyrir 6 manns í rúmum en þar að auki eru nokkrar dýnur. Í skálnum er eldhúskrókur og borðpláss.

Verðskrá

Helgarleiga: 25.000kr.

Helgarleiga fyrir skáta eða annað æskulýðsstarf: 20.000kr.

Dagleiga: 12.500kr.

Notkunarskilmálar

Búist er við að leigjandi skilji skálann og umhverfi hans eftir í sama ástandi og það var við komu. Ef það þarf að þrífa eða taka til eftir viðburðinn er kostnaður við það á ábyrgð leigjanda.

Er Kútur laus?

Hafðu samband við starfsmann, skjoldungar@skjoldungar.is eða í síma 821 6802