Hleiðra

Skátaskáli Skjöldunga við Hafravatn.

Um skálann

Hleiðra er skátaskáli Skjöldunga staðsettur við Hafravatn. Skálinn er tilvalinn fyrir skátaflokka en þar er svefnpláss fyrir allt að 10-12 manns í rúmum en auk þess er svefnloft með dýnum. Í skálanum er eldhúskrókur og borðstofuborð með nokkrum stólum. Ekkert rafmagn er í skálanum en hann er hitaður með gashiturum. Í skálanum er vatnsklósett á sumrin en á veturna er skrúfað fyrir vatnið.

Í nærumhverfi skálans er lítill skógur með eldstæði og trjám sem eru tilvalin fyrir hengirúm. Einnig er grasflöt fyrir utan skálann sem hentar vel fyrir tjöld.

Umhverfið í kringum skálann er mjög fallegt með stuttum gönguleiðum. Skálinn er í örstuttu göngufæri við Hafravatn þar sem hægt er að vaða, synda eða fara á báta. Athugið að Skjöldungar eiga ekki báta en á sumrin er stundum hægt að hafa samband við Mosverja til þess að leigja báta.

Verðskrá

Helgarleiga: 30.000kr.

Helgarleiga fyrir skáta eða annað æskulýðsstarf: 25.000kr.

Dagleiga: 15.000kr.

Notkunarskilmálar

Búist er við að leigjandi skilji skálann og umhverfi hans eftir í sama ástandi og það var við komu. Ef það þarf að þrífa eða taka til eftir viðburðinn er kostnaður við það á ábyrgð leigjanda.

Er Hleiðra laus?

Hafðu samband við starfsmann, skjoldungar@skjoldungar.is eða í síma 821 6802